Úrbætur á leiðum að vinsælum stöðum

Á fundi bæjarráðs 30. júlí sl. lá fyrir samantekt innviðauppbyggingarnefndar um stöðu innviða m.t.t. ferðaþjónustu og tillögur að úrbótum. Bæjarráð tók á síðasta ári ákvörðun um að skipa sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætti þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í […]

Brugðist við brýnni þörf

Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lágu fyrir drög að minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um fjölgun leikskólaplássa. Fræðsluráð fól framkvæmdastjóra að vinna erindi til bæjarráðs þar sem óskað er eftir því að annarri leikskóladeild verði komið upp við Kirkjugerði, sambærilegri þeirri sem var komið upp fyrr á árinu. Fram kom að fyrirséð er að það þurfi […]

„Með um tvö tonn á tímann”

Vestmannaey 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða á mánudag að aflokinni Þjóðhátíð og var verið að landa úr skipinu í morgun. Aflinn er nánast fullfermi af þorski, ýsu, ufsa og löngu. Skipstjóri í veiðiferðinni var Egill Guðni Guðnason og var hann spurður á vef Síldarvinnslunnar hvernig veiðiferðin hafi gengið. „Það má segja að hún hafi gengið […]

Vegferð Írisar Þórs á Ólympíuleikana

Ólympíuleikarnir í París voru settir sl. föstudag 26. júlí og standa til sunnudagsins 11. ágúst. Íslenski Ólympíuhópurinn telur alls 26 manns en meðal þeirra er tannlæknirinn og Eyjamærin Íris Þórsdóttir sem er stödd á leikunum í hlutverki sjálfboðaliða. Íris er í sambúð með Haraldri Pálssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags og eiga þau saman þrjú börn. […]

Þrefalda nánast afköstin

K94A0571

„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]

Unnið á öllum vígstöðvum í Viðlagafjöru

Framkvæmdirnar í Viðlagafjöru ganga vel og unnið er á öllum vígstöðvum er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Laxeyjar. Búið er að reisa allar átta miðjusúlurnar í fyrsta áfanga og útveggi fyrir þrjú ker. Næst verður farið í að klára að steypa botnana og klára útveggi. Útveggir fyrir minni kerin eru klár og er því […]