„Fagmennska í fjölmiðlun er lykilatriði“

Tímamót urðu í Háskóla Íslands fyrr í vikunni, þegar kenndur var fyrsti tíminn í nýju BA-námi í blaðamennsku við stjórnmálafræðideild skólans. Fleiri umsóknir bárust um námið en unnt var að samþykkja og eru nú um tuttugu nemendur skráðir. Nemendur munu meðal annars sinna starfsnámi við fjölmiðla landsins á námstímanum, ásamt því að sitja námskeið sem […]
Bónus-vinningur til Eyja

Ljónheppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 78 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur í Lottó appinu. Þá voru þrír með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 352 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Gullnesti, Gylfaflöt 1-3 […]
Svipast um suður á eyju

Í dag skoðum við okkur um með Halldóri B. Halldórssyni. Hann fer með okkur um sunnanverða Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Skellur í toppbaráttunni á heimavelli

ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan. ÍBV var á toppnum […]
Auglýsingarveisla í Skvísusundi

Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu. Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. […]
Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bar sigur sigur úr býtum í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 30:23 mínútum. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]
Margir Eyjamenn í Reykjavíkurmaraþoni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024 fer fram á morgun, en alls eru 14.300 hlauparar skráðir til leiks. Uppselt er í bæði hálft maraþon og 10 km hlaup, og aðeins örfáir miðar eru eftir í heilt maraþon. Fjölmargir Eyjamenn taka þátt í hlaupinu að venju og safna til góðra mála eins og flestir. Margir safna fyrir Krabbavörn Vestmannaeyjum og […]
ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Nítjánda umferð Lengjudeildar karla klárast í dag með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið verið á góðri siglingu undanfarið og eru á toppi deildarinnar með 35 stig. Stigi meira en Fjölnir sem hefur leikið leik meira, en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti […]