Nítjánda umferð Lengjudeildar karla klárast í dag með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið verið á góðri siglingu undanfarið og eru á toppi deildarinnar með 35 stig. Stigi meira en Fjölnir sem hefur leikið leik meira, en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti leika í umspili um hitt lausa sætið í deild þeirra bestu. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 0-3.
Leikurinn á Hásteinsvelli hefst klukkan 14 og verður upphitun í Týsheimilinu frá kl. 11:30 þar sem stuðningsmenn ætla að hittast og horfa á leik Brighton – Manchester United. „Að sjálfsögðu verður fýrað upp í grillinu og ættu allir að finna drykki við hæfi til að skola niður geggjuðum borgurum. Lokaspretturinn í deildinni er framundan og þurfa strákarnir á ykkar stuðning að halda til að styrkja stöðu sína á toppnum.“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst