Tímamót urðu í Háskóla Íslands fyrr í vikunni, þegar kenndur var fyrsti tíminn í nýju BA-námi í blaðamennsku við stjórnmálafræðideild skólans. Fleiri umsóknir bárust um námið en unnt var að samþykkja og eru nú um tuttugu nemendur skráðir. Nemendur munu meðal annars sinna starfsnámi við fjölmiðla landsins á námstímanum, ásamt því að sitja námskeið sem undirbúa þá fyrir störf við fjölmiðla framtíðar.
Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að með því að bjóða upp á hagnýtt BA-nám í blaðamennsku við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sé stefnt að því að skjóta styrkari stoðum undir almenna menntun blaða- og fréttamanna, koma á skilvirku skiptinámi við aðra háskóla og samþætta námið betur við annað nám á grunnstigi innan deildarinnar. Um leið hefur meistaranám í blaða- og fréttamennsku við deildina verið lagt af.
Stjórnvöld styðja við námið fyrstu þrjú árin með því að menningar- og viðskiptaráðuneytið fjármagnar eitt stöðugildi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á tímabilinu, að höfðu samráði við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Stuðningur við grunnnám í blaðamennsku til þriggja ára er hluti af aðgerðaáætlun í fjölmiðlastefnu stjórnvalda, sem gert er ráð fyrir að lögð verði fram á Alþingi í haust.
„Það er frábært að sjá hversu margir hafa áhuga á að stunda nám í blaðamennsku og það tryggir stoðir lýðræðisins að efla íslenska fjölmiðlun með því að fjölga fagmenntuðum blaðamönnum. Fagmennska í fjölmiðlun er lykilatriði og eykur samfélagslegt traust til fjölmiðla. Traustar ritstjórnir eru mikilvægur hlekkur í samfélaginu okkar og liður í að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem fylgja þeim hröðu breytingum sem fylgja nútímasamfélagi,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst