Þyrlan sótti sjúkling til Eyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð til vegna bráðra veikinda. Hann segir ennfremur í samtali við Eyjafréttir að vegna veðurs hafi ekki verið fært fyrir sjúkraflugvél, en stormur hefur verið í Eyjum síðustu klukkustundirnar. Ásgeir segir að sjúklingurinn […]
Lögmaðurinn fór holu í höggi

Þó farið sé að hausta sitja golfarar bæjarins ekki auðum höndum. Nýverið fóru þrír félagar níu holu hring á golfvellinum í Eyjum. Einn af þeim fór holu í höggi. Eyjafréttir fengu lýsingu Jóhanns Péturssonar, lögmanns og golfara frá hringnum góða. Líklega illsláanlegur ,,Hringurinn byrjaði svosem ekki með neinum sérstökum látum hjá mér en samt par […]
Talsverður samdráttur í ágúst

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er um 8% samdráttur í krónum talið miðað við ágúst í fyrra. Talsverð lækkun var á gengi krónunnar í ágúst eftir að hafa verið fremur stöðugt framan af ári og var gengi krónunnar að jafnaði […]
Ungu stelpurnar fá stórt hlutverk

Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Eyjafréttir ræddu við þjálfara beggja liða um tímabilið. Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðsins segir aðspurður um hvernig tímabilið leggist í hann að það leggist bara mjög vel í hann. „Það er alltaf spenna að byrja nýtt tímabil.” […]
Siglt í Þorlákshöfn síðdegis

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður kl. 19:45). Þeir farþegar sem áttu bókað kl 17:00 og 20:45 færast sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs […]
Söfnun á körum VSV

Nú er verið að safna saman körum í eigu Vinnlustöðvarinnar, sem eru víðsvegar um hafnarsvæðið og annarstaðar í bænum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það séu starfsmenn Hafnareyrar sem sjá um það verk. Þetta á að klárast í þessari viku og eiga þá kör Vinnslustöðarvinnar eingöngu að vera í eða við hús fyrirtækisins. Sækja […]
Enn bætast við hús á ljósleiðaranet Eyglóar

Enn bætast við hús í áfanga 2 á ljósleiðaraneti Eyglóar. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að íbúar neðangreindra húsa geti nú haft samband við þá internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Hátún 16 Heiðarvegur 24 Heiðarvegur 26 Heiðarvegur 28 Heiðarvegur 30 Heiðarvegur 32 Heiðarvegur […]