Lögmaðurinn fór holu í höggi
16. september, 2024
Golf Felagar Ads IMG 5226
Golffélagarnir við holuna góðu. Ljósmyndir/aðsendar.

Þó farið sé að hausta sitja golfarar bæjarins ekki auðum höndum. Nýverið fóru þrír félagar níu holu hring á golfvellinum í Eyjum. Einn af þeim fór holu í höggi. Eyjafréttir fengu lýsingu Jóhanns Péturssonar, lögmanns og golfara frá hringnum góða.

Líklega illsláanlegur

,,Hringurinn byrjaði svosem  ekki með neinum sérstökum látum hjá mér en samt par á 1. holu sem er gott. Ég var þarna með þeim Helga Bragasyni lögmanni og samstarfsmanni og Jónasi Þór Þorsteinssyni rafvirkjameistara. Man svo sem ekki hvað þeir skoruðu á 1. holu enda skiptir það engu máli. Báðir samt mjög frambærilegir kylfingar.

Síðan tekur Helgi upphafshögg á 2. holu sem er par 3. Notar blending eða jafnvel 3 tré en strekkingsvindur var á móti og holan er ca. 130 metrar. Ekki tókst þó betur til en að boltinn er of stuttur og fer í sandglompu fyrir framan grínið.  Ég ákveð því að taka 4 blending, 21 gráðu og slæ létt högg. Sjáum við á eftir boltanum þar sem hann fer yfir sandglompu og væntanlega inn á grín að okkar mati en það er ekki hægt að sjá lendinguna þegar að holustæðið er bak við sandglompu og bakka sem þar er. Þegar að við komum að gríninu sé ég boltann minn hvergi og velti því upp hvort ég gæti hafa verið of stuttur og væri þá í smá órækt á milli glompa. Helgi þvertekur fyrir það og segir að boltinn minn hafi lent þarna í bakkanum og án efa skoppað yfir grínið og í hólinn þarna á bak við, líklega illsláanlegur.

Hvorugur þeirra hafði farið holu í höggi

Við förum að leita og og ekkert bólar á boltanum. Ekki getur boltinn hafa farið í holuna stingur Helgi uppá og líst greinilega lítið á eigin uppástungu. Ég hafði aldei farið holu í höggi og einhvern veginn fannst manni það ekki liggja fyrir mér en drattaðist samt af stað að skoða holuna. Sé ekkert við fyrstu sýn en þegar að nær var komið þá liggur boltinn ofaní holunni næst mér.

,,Hann er ofaní” tilkynni ég ákveðið en samt af hógværð. Meðspilarar mínir mæta báðir og samfagna með mér eftir að hafa látið í ljós þá skoðun sína að um algjörra heppni sé að ræða og boltinn hafi lent í bakkanum og einhvern veginn náð að skoppa ofan í holuna. Þá kom í ljós að hvorugur þeirra hafði farið holu í höggi. Eins og skyldan bauð þá spiluðum við áfram og lukum 9 holu keppni og lauk ég leik 2 yfir pari og þeir eitthvað meira.

Vonar að þessi saga verði öllum hvatning til að leggja ekki árar í bát

Í samræmi við hefðir bauð ég meðspilurunum í skálann og upp á drykk en þá bar svo við að þeir þverneituðu því báðir og sögðu það meira en nóg að hafa spilað með mér 7 holur eftir heppnina á 2. holu og þurft að hlusta ítrekað á ítarlega lýsingu á höggi sem þeir töldu mikið glópalán. Ég tók þessu karlmannlega og gerði mér grein fyrir því að það tekur á að verða vitni af slíkum atburði án þess að hafa upplifað slíkt sjálfur, enda hafði ég eftir þessar holur þarna á eftir, með jákvæðum hætti, hvatt mína meðspilara til að bæta sinn leik og þá væri aldrei að vita hvað gerðist.

En semsagt hola í höggi er staðreynd og það fyrsta skipti á ævinni kominn á 64. aldursár. Maður veit ekki sína ævi fyrr en öll er. Vona að þessi saga verði öllum hvatning til að leggja ekki árar í bát þó leiðin virðist torsótt.” segir Jóhann Pétursson, golfsnillingur.

JP IMG 5225
Jóhann Pétursson fór holu í höggi.
Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst