Oliver til æfinga hjá Watford og Everton

Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV mun á næstunni fara til Englands og æfa með bæði Watford og Everton. Oliver var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar, með 14 mörk. Bróðir Olivers, Aron Heiðarsson greindi frá þessu í hlaðvarpinu Betkastið. Oliver byrjar á því að æfa með Watford en þar gerði faðir hans, Heiðar Helguson garðinn frægann. Oliver […]
HS Orka tryggir orku til Eyjamanna

Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur […]
Svipast um á sunnanverðri Heimaey

Í dag hefjum við okkur til flugs suður á Heimaey og skoðum Eyjuna á stað sem ekki er fjölfarinn. Halldór B. Halldórsson býður okkaur með í þessa ferð. (meira…)
Hermann hættur

Hermann Hreiðarsson þjálfari meistaraflokks ÍBV til þriggja ára hefur ákveðið að láta af þjálfun hjá félaginu. Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt gott samstarf með Hermanni undanfarin ár og var eindreginn vilji stjórnarinnar að halda því samstarfi áfram. Breytingar eru hins vegar að verða á búsetu Hermanns og hans fjölskyldu og því hans mat að hann hafi […]
Ísleifur VE á leið í pottinn

„Já, hann er á leiðinni í skrap. Því miður,“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar um Ísleif VE sem hefur þjónað félaginu frá árinu 2015. Ísleifur er uppsjávarskip og þykir gott sjóskip. Nú er hann á leið í pottinn. „Þegar skipið var byggt var það lengt til að það héldi stöðugleika. Einhver mistök hafa verið […]
10-12 íbúðir ofan á Klett?

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 44, þar sem nú stendur söluturninn Klettur. Fram kemur í skýringum í fylgiskjali að gerð sé tillaga af breytingu á nýtingu á lóð fyrir Strandveg 44. Núverandi hús verður fjarlægt og byggð nýbygging með bílakjallara. Hlutverk jarðhæðar mun haldast óbreytt og […]
Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu

„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]
Setja á fót menningar- og listasjóð

Umgjörð og reglur fyrir verkefnið “Viltu hafa áhrif“ hefur verið tekið til endurskoðunar hjá bæjaryfirvöldum. Ástæða þess er að sjóðurinn hefur þróast og breyst frá upphaflegum markmiðum í gegnum árin. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Þar er einnig greint frá því að Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hafi farið yfir verkefnin sem hafa […]
Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Fjölni, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk, Sigtryggur […]