Öruggur sigur gegn ÍR

ÍBV mætti í kvöld ÍR á útivelli í níundu umferð Olísdeildar karla. Eyjaliðið mætti ákveðnara til leiks og komust í 3-0. Staðan í leikhléi var 22-16 ÍBV í vil og jókst munurinn bara þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokatölur 41-31 fyrir Eyjamenn. Daniel Vieira var markahæstur í Eyjaliðinu með níu mörk og Sig­trygg­ur Daði Rún­ars­son […]

Hrekkjavakan haldin hátíðleg – myndir

Hrekkjavakan var haldin hátíðleg nú í kvöld og var þátttakan meðal barna mjög góð. Klæddust þau skemmtilegum og ógnvekjandi búningum og unnu sér inn helling af sælgæti. Hrekkjavakan er árlegur viðburður sem fer ört stækkandi hér á landi. Margir eru farnir að leggja mikinn metnað í skreytingar og búninga og er útkoman virkilega skemmtileg.   […]

Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10 ára

Diana Hsu Utan Sams 1 1536x1055

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að […]

Polka Bistro – verður opinn allt árið um kring

Polka Bistro er nýr veitingastaður sem opnaði á dögunum í húsnæði Alþýðuhússins, hægra megin við aðal innganginn. Polka Bistro er í eigu Katarzyna Maik eða Kasiu eins og hún er kölluð. Kasia hefur búið í Vestmannaeyjum frá árinu 2016. Hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir mat og eldamennsku og það hafði verið draumur hjá […]

Ásthildur Lóa leiðir áfram hjá Flokki fólksins

Asthildur Flokkur Folksi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Ásthildur Lóa, sem hefur setið á […]

Bifreiðaverkstæði Nethamars opnar á ný

Asgeir Nethamar 20241022 111915 TMS

Bifreiðaverkstæði Nethamars hefur opnað á ný. Verkstæðið er til húsa á Flötum, nánar tiltekið númer 21. Þar er einnig rekið vélaverkstæði.  Á nýja Nethamri verður boðið upp á Toyota þjónustu ásamt allri almennri viðgerðarþjónustu á öllum helstu bíltegundum. Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurðsson er fluttur aftur heim – reynslunni ríkari – eftir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu. […]

Laxey – Draumur verður að veruleika

Frumkvöðlarnir, Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson áttu sér draum um landeldi á laxi sem nú er að rætast. LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum.  Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Í seiðaeldisstöðinni er […]

Baðlón og hótel á Skanshöfða

Skans Yfir Alta

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var lögð fram tillaga á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna baðlóns og hótels við höfða austan við Skansinn. Einnig var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem felur í sér skipulag fyrir Skansinn, og hótel og baðlón á Skanshöfða auk umhverfismatsskýrslu áætlana. Skipulagslýsing […]

Safnahelgi sett í dag

Processed C1467127 B801 45D2 A57D CBA7C46CC067

Dagskrá Safnahelgar hefst í dag með opnun sýninga og setningu. Hver viðburður rekur svo annan allt fram á sunnudag. Hér að neðan má kynna sér dagskránna. Fimmtudagurinn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30  Á ljósmyndadeginum sýnum við elstu myndirnar okkar af börnum í leikskólunum í Eyjum í tilefni 50 ára afmælis Kirkjugerðis. STAFKIRKJA Kl 17:00 Formleg […]

Mæta ÍR á útivelli

DSC_1508

Níunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV. Eyjaliðið í sjötta sæti með 9 stig, en ÍR-ingar eru í næst neðsta sæti með 5 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 í Skógarselinu. Leikir kvöldsins: fim. 31. okt. 24 18:00 9 Skógarsel APÁ/JEL/RST ÍR – ÍBV – […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.