ÍBV mætti í kvöld ÍR á útivelli í níundu umferð Olísdeildar karla. Eyjaliðið mætti ákveðnara til leiks og komust í 3-0. Staðan í leikhléi var 22-16 ÍBV í vil og jókst munurinn bara þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokatölur 41-31 fyrir Eyjamenn.
Daniel Vieira var markahæstur í Eyjaliðinu með níu mörk og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði sex. Svein Jose Rivera, Kári Kristján Kristjánsson, Dagur Arnarsson og Andri Erlingsson skoruðu hver um sig fjögur mörk. Þá varði Pavel Miskevich 10 skot í markinu. Með sigrinum fór ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar, en ÍR er á botninum með 5 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst