ÍBV fær markaskorara frá Leikni

Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hann kemur til liðs við félagið frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Omar sé 24 ára framherji frá Gambíu. Hann skoraði 25 deildarmörk í 41 leik fyrir Leikni á tveimur síðustu leiktíðum. […]
Áfram landað fyrir austan

Tveir togarar Síldarvinnslusamstæðunnar lönduðu á Seyðisfirði í gærkvöldi og í morgun. Í gærkvöldi kom Bergur VE með fullfermi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn hafi mest verið ýsa, en veitt var á Gerpisflaki og á Gula teppinu. „Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” segir Jón. Bergur hélt á ný til veiða […]
Kótilettukvöldið verður haldið í Höllinni

Hið árlega kótilettukvöld verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember nk. í Höllinni, kl 19:30. Kótilettukvöldið hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2014 og er tilgangur kvöldsins að koma saman, hafa gaman og borða kótilettur til styrktar góðs málefnis, en allur ágóði rennur beint til styrkar Krabbavarnar Vestmannaeyja og Hollvinasamtaka Hraunbúða. Við ræddum við Pétur Steingrímsson einn […]
Heimilisfólk Hraunbúða framleiðir armbönd og körfur

Heimilisfólk Hraunbúða vinnur þessa dagana að framleiðslu á einstaklega fallegum og persónulegum armböndum og körfum fyrir jólin. Við náðum tali af Sonju Andrésdóttur virkni- og tómstunda fulltrúa á Hraunbúðum og sagði hún að ákveðið hafi verið að selja framleiðsluna og setja ágóða sölunnar í áframhaldandi virkni á Hraunbúðum. Allar körfurnar og armböndin eru handgerð af […]
Mikill fjársjóður

„Við hjónin undirrituðum nýlega samning við Vestmannaeyjabæ um að allt efni Eyjatónleikanna yrði falið Sagnheimum til varðveislu. Síðan var ákveðið að við myndum afhenda það formlega á safnahelginni og halda um leið smá erindi um sögu tónleikanna og veita innsýn í það sem við erum að fela safninu til varðveislu.” segir Bjarni Ólafur Guðmundsson en […]
Áhugi og góðir vinnufélagar ómetanlegir

Óskar – aðstoðarskólastjóri í laxeldið – Styðja mann í rétta átt „Eftir að ég skipti um vinnu í byrjun árs hef ég oft verið spurður að þessari spurningu. Er hægt að svara einfaldlega já eða nei og láta þar við sitja? Stutta svarið er já en það er ekki alltaf fullnægjandi. Þetta á svo sannarlega við […]