Seilst í vasa útgerðar á röngum forsendum

Í nýjum fjárlögum er ákvæði um 50% hækkun kolefnisgjalds, sem á að skila ríkinu 7,6 milljörðum króna. Hefur gjaldið tífaldast á 14 árum að því er kemur fram í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS á visir.is. Segir Heiðrún Lind að sjávarútvegur greiði nú þegar 30 til 35% af öllu kolefnisgjaldi. Með breytingunni hækki umhverfisskattar […]

Ári síðar… – myndbönd

default

Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar er í dag sýndur skemmtilegur samanburður á hvað búið er gerast á byggingarreitnum hjá fyrirtækinu. Í byggingu er 5.600 fermetra hús sem hýsa mun saltfiskvinnslu og innvigtun uppsjávarafla. Sýnd eru tvö myndbönd í fréttinni. Annars vegar frá því fyrir ári, en þá var fyrsta myndbandið tekið af framkvæmdasvæðinu og hins vegar er […]

Samgönguframkvæmdum forgangsraðað

Ernir Opf DSC 6789

Alþingi samþykkti í gær fjárlög fyrir árið 2025. Heildarframlög til samgöngumála nema rúmum 62 milljörðum kr. og hækka um 9 milljarða kr. frá yfirstandandi ári, eða 17%.  Unnið verður í ýmsum stórum verkefnum á árinu 2025, m.a. á Vestfjörðum, Reykjanesbraut og við Hornafjarðarfljót. Þá verða þrír milljarðar settir í að leggja tengivegi víða um land […]

Tryggjum næga orku til Grænu eyjunnar

Gisli Gudrun Samsett 24 F

Samfélagsinnviðir eru burðarás lífsgæða, velferðar og samkeppnishæfni Íslands, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. Orka er þar á meðal hluti af lykilinnviðum íslensks samfélags og hana þarf að tryggja öllum heimilum og fyrirtækjum, um land allt. Það þarf bæði nóg af henni og stöðuga afhendingu. Til þess þarf að framleiða meiri orku og tryggja afhendingaröryggi, á […]

Fjármál við starfslok

isb-ambient_6

Opinn fræðslufundur verður um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er: • Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað ? • Skattamál • Skipting lífeyris með maka • Greiðslur og skerðingar Fundurinn fer fram í Akóges salnum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 20 […]

Rúmur helmingur Eyjamanna andsnúinn minnisvarðanum

Eldfell Meirihl Samsett

Fyrr í mánuðinum gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Eyjafréttir. Könnunin var lögð fyrir íbúa Vestmannaeyja, 18 ára og eldri. Meðal spurninga var spurningin: Styður þú hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja og ríkisins um byggingu minnisvarða á Eldfelli í tilefni 50 ára gosloka afmælis Heimaeyjargoss?   Líkt og sjá má á súluritinu hér að ofan eru örlítið fleiri andvígir […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.