Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar er í dag sýndur skemmtilegur samanburður á hvað búið er gerast á byggingarreitnum hjá fyrirtækinu. Í byggingu er 5.600 fermetra hús sem hýsa mun saltfiskvinnslu og innvigtun uppsjávarafla.
Sýnd eru tvö myndbönd í fréttinni. Annars vegar frá því fyrir ári, en þá var fyrsta myndbandið tekið af framkvæmdasvæðinu og hins vegar er myndband sem tekið var í gær. Hér að neðan má sjá myndböndin. Fyrst þetta eldra og þar fyrir neðan er það nýja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst