Breytt áætlun síðdegis

Herjólfur ohf. hefur gefið út uppfærða áætlun seinni partinn í dag, laugardag en áður hafði verið gefið út að sigla ætti tvær ferðir í Þorlákshöfn. Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að aðstæður í Landeyjahöfn hafi batnað þegar leið á daginn og því stefnir Herjólfur á að sigla til Landeyjahafnar seinni partinn í dag. Brottför frá […]
Biggi í glæstum hópi tónlistarfólks

„Ég er búinn að taka þátt í Eyjatónleikunum nánast frá upphafi að undanskildum fyrstu tveim,“ segir Eyjamaðurinn Birgir Nielsen sem er einn besti trommuleikari landsins og á langan feril að baki. Var valinn Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024. Birgir nam við tónlistarskóla FÍH á árunum 1993 til 1995 og hefur frá árinu 1998 starfað sem slagverkskennari og […]
Vélaverkstæðið Þór – Öflugt fyrirtæki á traustum grunni

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1. nóvember 1964 í Vestmannaeyjum og varð því 60 ára þann 1. nóvember sl. Stofnendur voru Garðar Þ. Gíslason, Stefán Ólafsson og Hjálmar Jónsson sem seldi sinn hlut eftir gos og Stefán hætti 1999. Árið 2000 komu Svavar Garðarsson, Jósúa Steinar Óskarsson, Friðrik Gíslason og Garðar R. Garðarsson framkvæmdarstjóri inn […]
Fara yfir stöðu heilbrigðismála í Eyjum

Bæjarráð ræddi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi en starfseminni er stýrt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Opinber umræða undanfarið af atvikum sem komið hafa upp á Suðurlandi valda óneitanlega áhyggjum af stöðunni í fjórðungnum hvað varðar umgjörð og þjónustustig við íbúa sveitarfélaganna sem þar eru, segir í fundargerð bæjarráðs. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir […]
Herjólfur til Þorlákshafnar í dag

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45, 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falli niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á […]