Herjólfur ohf. hefur gefið út uppfærða áætlun seinni partinn í dag, laugardag en áður hafði verið gefið út að sigla ætti tvær ferðir í Þorlákshöfn. Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að aðstæður í Landeyjahöfn hafi batnað þegar leið á daginn og því stefnir Herjólfur á að sigla til Landeyjahafnar seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:45.
Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Þeir farþegar sem áttu bókað til/frá Þorlákshöfn kl. 16:00 og 19:45 færast milli hafna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst