Bæjarráð ræddi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi en starfseminni er stýrt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Opinber umræða undanfarið af atvikum sem komið hafa upp á Suðurlandi valda óneitanlega áhyggjum af stöðunni í fjórðungnum hvað varðar umgjörð og þjónustustig við íbúa sveitarfélaganna sem þar eru, segir í fundargerð bæjarráðs.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra HSU til að fá upplýsingar um stöðuna í Vestmannaeyjum. Í framhaldi óskar bæjarráð eftir fundartíma með heilbrigðisráðherra til að fara yfir málefni HSU í Vestmannaeyjum og sjúkraflug til Eyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst