Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið. „Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á […]
Stórskipakantur í Vestmannaeyjahöfn

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir skýrsla sem Vegagerðin hefur unnið fyrir ráðið um hvar mögulegt er að byggja upp stórskipakant í Vestmannaeyjahöfn með tilliti til frátafa og kostnaðar, segir í grein frá Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar fer hún yfir mat á frátöfum og kostnaði við stórskipakant í […]
Iða Brá er í hópi öflugs Eyjafólks í Arion banka

Iða Brá Benediktsdóttir er ein margra kvenna sem tóku sín fyrstu skref í atvinnulífinu hjá Magga á Kletti í Vestmannaeyjum. Var síðar gjaldkeri í Sparisjóði Vestmannaeyja með skóla. Þar var faðir hennar, Benedikt Ragnarsson við stjórnvölinn. Ekki slæmt veganesti og í dag er hún aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Með henni í bankanum er […]
TM hefur þjónustað Eyjamenn frá upphafi

Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1862. Tók félagið við umboði Tryggingamiðstöðvarinnar, seinna TM þegar hún var stofnuð í desember 1956. Félögin sameinast árið 1994 og Bátaábyrgðarfélagið lagt niður. „Jóhann Friðfinnsson var umboðsmaður fyrir bæði Bátaábyrgðarfélagið og TM og tók Guðbjörg Karlsdóttir við af honum. Á þessum árum hafa ekki verið margir starfsmenn en þeir eiga […]