TM hefur þjónustað Eyjamenn frá upphafi
14. mars, 2025
Guðbjörg og Drífa standa vaktina hjá TM. Myndir: Óskar Pétur.

Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1862. Tók félagið við umboði Tryggingamiðstöðvarinnar, seinna TM þegar hún var stofnuð í desember 1956. Félögin sameinast árið 1994 og Bátaábyrgðarfélagið lagt niður. „Jóhann Friðfinnsson var umboðsmaður fyrir bæði Bátaábyrgðarfélagið og TM og tók Guðbjörg Karlsdóttir við af honum. Á þessum árum hafa ekki verið margir starfsmenn en þeir eiga f lestir langan starfsaldur,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, tryggingaráðgjafi sem er gott dæmi um það. Greinilega gott að vinna hjá félaginu. Þegar Jóhann hætti 1991 byrjaði Drífa og með henni var Guðbjörg Karlsdóttir sem tók við af Jóhanni. Sísí, (Sigríður Högnadóttir) byrjaði árið 2000 og þá voru þær þrjár en í dag eru þær tvær, Drífa og Guðbjörg Helgadóttir sem byrjaði á síðasta ári. Drífa er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum sem kemur sér oft vel í hennar starfi, að þekkja sitt heimafólk. Drífa hefur tekið mörg námskeið, fór í Tryggingaskólann og tók þátt í Máttur kvenna. „Allt hefur þetta eflt mig í starfi auk reynslunnar sem safnast upp með árunum. Við höfum líka sinnt ýmsu. Vorum í nokkur ár með umboð fyrir Bifreiðaskoðun, afhentum númeraplötur og vorum með ýmsar tryggingar sem tengjast farartækjum og skipum.

„Við hjá TM leggjum mikla áherslu á framúrskarandi ráðgjöf og tjónaþjónustu. Við tryggjum allt frá reiðhjólum upp í togara og reynum að gera það vel. Njótum þess að fá fólk inn til okkar og veita góða þjónustu,“ sem Drífa segir þeirra helsta keppikefli. „Okkar sterkasta hlið er metnaðurinn að bjóða upp á góða þjónustu í stóru sem smáu.“ Drífa segir sambandið gott við höfuðstöðvarnar og þær njóti mikils trausts. „Við tilheyrum einstaklingsráðgjöfinni innan TM og höfum fullan stuðning stjórnendanna.

Erum eitt af þremur útibúum TM úti á landi, í Keflavík, á Akureyri og hér. Við erum starfsmenn deildarinnar og ótrúlegt hvað traustið er mikið og sambandið gott.“ Drífa segir mikinn fjölda mála koma inn á borð til þeirra, tjón á bílum og heimilum, brunatjón og annað sem hendir fólk en færri kíkja við hjá þeim á skrifstofuna. Á móti koma meiri tölvusamskipti og tölvupóstum fjölgar. „Þetta breyttist mikið eftir covid. Þjónustan fer miklu meira í gegnum netið og nóg að við séum bara tvær en ekki þrjú og fjögur eins og áður.“ Þar segir Drífa að hægt sé bóka tjón og fara inn á netspjallið til að fá nánari upplýsingar. „Þar komum við inn í og erum að afgreiða viðskiptavini um allt land. Símtöl koma alveg eins til okkar og til þeirra í Reykjavík. Við erum hluti af símahópi TM og ég er að afgreiða fólk á Akureyri og Hvammstanga svo dæmi séu tekin. Við njótum þó ákveðins frjálsræðis og mér líkar þetta vel. Annars væri ég ekki búin vera hérna í 34 ár,“ segir Drífa, andlit TM í Vestmannaeyjum.

Fastagestir í morgunkaffinu hjá TM. Hanni á Baldri, Gilli Valur á Björgu, Halli í Net, Einar á fluginu, Böddi í Godthaab í Nöf og Sigþór netagerðarmaður.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst