Iða Brá er í hópi öflugs Eyjafólks í Arion banka
Í Eyjum býr harðduglegt og dugmikið fólk
14. mars, 2025
Iða Brá er fædd og uppalin í Eyjum, er dóttir Benedikts Ragnarssonar fyrrverandi sparisjóðsstjóra og Sigrúnar Þorláksdóttur. Mynd Eggert/Mbl

Iða Brá Benediktsdóttir er ein margra kvenna sem tóku sín fyrstu skref í atvinnulífinu hjá Magga á Kletti í Vestmannaeyjum. Var síðar gjaldkeri í Sparisjóði Vestmannaeyja með skóla. Þar var faðir hennar, Benedikt Ragnarsson við stjórnvölinn. Ekki slæmt veganesti og í dag er hún aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Með henni í bankanum er öflugur hópur Eyjafólks sem vinnur í hinum ýmsu deildum. Arion er ekki með útibú í Vestmannaeyjum en á hér marga viðskiptavini. Kom bankinn m.a. að hlutfjárútboði Ísfélagsins 2023 og fjármögnun Laxeyjar á síðasta ári. „Við erum banki sem býður mjög heilstætt þjónustuframboð,“ segir Iða Brá. „Á fyrirtækjasviði bjóðum við hvers kyns ráðgjöf, fjármögnun og tryggingar í gegnum dótturfélag okkar Vörð tryggingar. Einstaklingar geta sótt til okkar alla almenna bankaþjónustu, tryggingar auk lífeyrissparnaðar. Einnig erum við með Premíu einkabankaþjónustu þar sem við bjóðum viðskiptavinum með flóknari fjármálaþarfir sérsniðna og persónulega þjónustu. Við höfum verið í forystu á sviði stafrænna lausna undanfarin ár og appið okkar hefur verið valið besta bankaappið átta ár í röð. Þannig að við höfum margt fram að bjóða og er bankinn með marga viðskiptavini í Eyjum, bæði fyrirtæki og einstaklinga,“ segir Iða Brá. Hún viðurkennir að Arion banki mætti vera sýnilegri í Vestmannaeyjum en bankinn kom að hlutafjárútboði Ísfélagsins og samdi um fjármögnun við Laxey sl. haust. „Við Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, fórum og skoðuðum aðstæður hjá Laxey og hrifumst af áræðni þeirra sem standa að félaginu,“ segir Iða Brá og bætir við að bankinn hafi frá upphafi verið leiðandi í fjármögnum eldisfyrirtækja á Íslandi.

Styðja frumkvöðla

„Það var rökrétt ákvörðun að vera með í því flotta verkefni því við erum sá banki sem hefur stutt hvað mest við laxeldið. Við vorum fyrst til að koma inn í þessa atvinnugrein og skynjum hvað þetta hefur skipt miklu fyrir samfélög úti á landi. Að taka þátt í því að byggja upp nýja atvinnugrein hér á landi hefur verið einstakt. Nú er landeldið að hasla sér völl og Arion banki kemur m.a. að fjármögnun First Water í Þorlákshöfn og Laxeyjar hér í Vestmannaeyjum. Með eldi hefur orðið til ný atvinnugrein sem er farinn að skipta miklu í útflutningstekjum þjóðarinnar. Í fyrra námu útflutningstekjur vegna eldis 54 milljörðum króna sem er 5 til 6% af heildarvöruútflutningi síðasta árs,“ segir Iða Brá. „Það má segja að það sé ríkt í okkar menningu að styðja við frumkvöðla- og þekkingarfyrirtæki. Mikilvægur þáttur í því sem við gerum er að leiða saman fólk með hugmyndir og fjárfesta til að skapa verðmæti til framtíðar. Aðstoða fólk við að ná sínum markmiðum og ná árangri fyrir sig og sína og íslenskt þjóðarbú. Svo búum við vitanlega einnig yfir djúpri þekkingu og reynslu þegar kemur að hinum hefðbundu atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Við erum til að mynda með afar öflugt sjávarútvegsteymi sem styður við starfsemi og vöxt sjávarútvegsfyrirtækja um allt land.“

Samkeppnin á eftir að aukast

En hvernig sér Iða Brá fyrir sér að fjármálaþjónusta muni þróast í framtíðinni? „Það er auðvitað erfitt að spá fyrir um það en við sjáum að bankar eru að verða meiri tæknifyrirtæki en áður var. Þegar ég byrjaði í Sparisjónum í Vestmannaeyjum voru sparisjóðsbækur og ávísanahefti ennþá í notkun. Núna gerum við bæði fyrirtækjum og einstaklingum kleift að eiga í viðskiptum með stafrænum hætti í gegnum Arion appið og netbankann. Einnig eiga minni aðilar auðveldara með að hasla sér völl á fjármálamörkuðum, við sjáum mörg dæmi þess hér á landi. Mögulega munu bankar hafa það meginhlutverk að sinna þeim mikilvæga innvið sem fjármálakerfið er. Þá geta minni þjónustuveitendur tengst öflugu og traustu kerfi til að bjóða viðskiptavinum sína þjónustu. Það skiptir því meira máli enn nokkru sinni að bankar séu reknir með hagkvæmum hætti. Í öllu falli á samkeppnin bara eftir að aukast og það er mjög mikilvægt að bankar geti brugðist skjótt við öllum breytingum.“

Góð tengsl við Vestmannaeyjar

Tengsl Arion banka við Vestmannaeyjar eru mikil og ekki síst þegar kemur að fjölda starfsfólks bankans sem á ættir að rekja til Eyja. „Hér er mikið af Eyjafólki. Ég hitti nú bara einn áðan á ganginum sem var að hefja störf á upplýsingatækisviði og svo er auðvitað hann Vilmar sem er staðsettur í Eyjum,“ segir Iða Brá. „Við lítum til Vestmannaeyja með mjög jákvæðum hætti, að sjálfsögðu. Í Eyjum býr dugmikið fólk sem hefur látið til sín taka í gegnum áratugina. Mikil frumkvöðlahugsun og harðduglegt fólk sem hefur þurft að takast á við náttúröflin og gerir það af mikilli auðmýkt. Þó við séum ekki með útibú í Eyjum erum við í umtalsverðum viðskiptum þar og höfum áhuga á að bæta í. Við eins og mörg fyrirtæki í dag vinnum mikið með fjarvinnu og því skiptir staðsetning starfsfólks ekki öllu máli. Það er uppgangur í Vestmannaeyjum. Fólk að flytja aftur heim og liður vel. Það er auðvitað gott að ala upp börn í Vestmanneyjum, ekki síst vegna þess að íþróttastarf er mikið og gott. Við horfum til Eyja og viljum vera þátttakendur í því sem þar er að gerast,“ segir Iða Brá að endingu.

Kemur að fjármögnun Laxeyjar

Þann áttunda október sl. undirrituðu Arion banki og Laxey samning um fjármögnun. „Áform Laxeyjar eru metnaðarfull og verður spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er,“ segir Rúnar Magni Jónsson forstöðumaður á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði. Lárus Ásgeirsson stjórnarformaður Laxey segir að samstarfið við Arion banka sé stórt skref í átt að því að styrkja starfsemi félagsins. „Með stuðningi Arion banka getum við haldið áfram þeirri leið sem við erum á, byggt upp nýja atvinnugrein í Vestmannaeyjum og haldið áfram að leggja áherslu á umhverfisvænar eldisaðferðir.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst