Mikið fjör á sjómannaskemmtun í Höllinni

Góð aðsókn var á sjómannadagsskemmtuninni í Höllinni í gærkvöldi.  Þar bauð Einsi kaldi og hans fólk upp á veisluborð sem hæfði tilefninu. Veislustjóri var Simmi Vill og náði hann upp góðri stemningu. Einni hápunkturinn var uppboð á Sjómannabjór ársins sem strákarnir í Brothers Brewery útbúa á hverju ári. Hann var að þessu sinni helgaður Braga […]

Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]

Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]

Golfdagurinn í Eyjum

Golfdagurinn í Vestmannaeyjum fer fram sunnudaginn 8. júní í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinnar undir handleiðslu PGA golfkennara, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna en hér er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni! Golfdagurinn hefst klukkan 13.00 og stendur til kl. 15.00 nk. sunnudag. […]

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

DSC 4101

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]

Mæta botnliðinu á Skaganum

Í dag hefst 10. umferð Bestu deildar karla. Á dagskrá eru fimm leikir í dag. Á Skaganum taka heimamenn á móti ÍBV. ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 11 stig. Bæði þessi lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð. Eyjamenn lögðu þá FH-inga á heimavelli og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.