Opið fyrir tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, svo sem sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafi rétt til að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningu þarf að fylgja ítarlegur rökstuðningur. […]