Avni Pepa til liðs við ÍBV
19. febrúar, 2015
Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við leikmanninn Avni Pepa. Hann er 26 ára Kosovobúi með norskt ríkisfang.
Avni hefur um langt árabil leikið í norsku úrvalsdeildinni með Start og Sandnes Ulf þar sem hann lék á sl. keppnistímabili. Hann lék árin 2007-2011 með Start og árin 2012-2014 með Sandnes Ulf, og á rúmlega 100 leiki að baki í norsku úrvalsdeildinni.
Avni þekkir vel til Íslendinga en upphaflega steig hann sín fyrstu spor hjá Start þegar Jói Harðar, núverandi þjálfari ÍBV, var þar leikmaður. Síðar lék hann hjá Sandnes Ulf með Hannesi Halldórssyni, Hannesi �?. Sigurðssyni og Eyjamanninum Eiði Aron Sigurbjörnssyni.
Avni leikur í hjarta varnarinnar og ætlað það hlutverk að styrkja varnarleik liðsins og koma með reynslu inn í lið ÍBV. Hann mun hefja strax æfingar með liðinu og leika sinn fyrsta leik með ÍBV sem allra fyrst.
Avni verður mikilvægur hlekkur í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að byggja upp öflugt lið ÍBV, sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Markmið félagsins og Jóhannesar Harðarsonar þjálfara liðsins, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.
Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, taki vel á móti Avni og hann muni upplifa sanna Eyjastemmingu á leikjum ÍBV.
Knattspyrnuráð ÍBV býður Avni velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst