ÍBV hefur samið við danska leikmanninn Simon Kollerup Smidt til tveggja ára. Leikmaðurinn var á reynslu hjá félaginu fyrr í mánuðinum og spilaði meðal annars úrslitaleikinn í fótbolta.net mótinu gegn KR.
Við hjá ÍBV erum afar sátt við að fá þennan sterka danska leikmann í hóp okkar Eyjamanna fyrir komandi tímabil og væntum mikils af honum. ÍBV býður Simon og sambýliskonu hans, Maiken Pedersen, velkomin til Eyja og hlökkum til samstarfsins og samvinnunnar með þeim.