Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingum 0-3 í dag á Hásteinsvelli, þetta var fyrsti sigur Víkinga í deildinni en fyrsta tap Bjarna Jó með liðið á heimavelli í á þriðja tug leikja.
Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og upphafi seinni hálfleiks en Víkingar fengu vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Derby Carillo gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Gary Martin. Víkingar voru þó ekki lengi svekktir þar sem þeir skoruðu upp úr hornspyrnunni sem þeir fengu eftir vítaklikkið.
Eftir markið voru Víkingar mun sterkari og skoraði Gary Martin eftir mistök Derby Carillo og tvöfaldaði forystu Víkinga. Hann lagði síðan upp mark fyrir Viktor Jónsson og 0-3 lokatölur leiksins.
ÍBV er nú enn með sjö stig eftir fimm leiki í deildinni.