Alls buðu 27 aðilar í smíði farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn en tilboðin voru opnuð hjá Siglingastofnun fyrr í dag. Lægsta tilboðið átti SÁ verklausnir, rúmar 96,7 milljónir. Um er að ræða byggingu 316 fermetra steinsteypta byggingu á tveimur hæðum en verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2010. Tilboðin má sjá hér að neðan.