3. flokkur karla tekur á móti KA á morgun
13. apríl, 2015
3. flokkur karla í handknattleik, hjá ÍBV, tekur á móti KA í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á morgun. Leikurinn fer fram klukkan 17:00 en við hvetjum alla til að mæta. ÍBV endaði í 2. sæti 1. deildar en KA sigraði 2. deild.
ÍBV hefur unnið KA tvívegis í þessum flokki á tímabilinu. Fyrri leikurinn var í undankeppni fyrir mót en þar sigraði ÍBV með einu marki í hörkuleik. Síðan mættust liðin í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem ÍBV hafði betur, aftur með einu marki. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið mest allan leikinn og sigruðu loks 30:29.
Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur þar sem að tímabilinu er lokið hjá strákunum, tapi þeir leiknum. Meistaraflokkur karla, 2. flokkur karla og 4. flokkur karla hafa allir lokið leik á þessu tímabili eftir að hafa dottið út í 8-liða úrslitum, gegn Aftureldingu, Haukum og FH.
Komist ÍBV í gegnum þessa hindrun, mætir liðið Selfossi eða HK, á heimavelli. Eyjamenn unnu Selfoss með tíu mörkum á heimavelli í byrjun tímabils, en töpuðu útileiknum með tveimur mörkum. Gegn HK sigraði ÍBV báða leikina nokkuð örugglega, með fjórum og tólf mörkum.
Eins og áður segir, hvetjum við alla til þess að mæta á leikinn sem hefst klukkan 17:00. Leikurinn verður í gamla sal Íþróttahússins, en við ráðleggjum fólki að mæta snemma til þess að fá bestu sætin.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst