30 þúsund króna lækkun á 6 milljóna króna árslaun
22. nóvember, 2013
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að lækka útsvarsprósentu á skattgreiðendur í Eyjum. Fer útsvarsprósentan úr 14,48% í 13,98% eða um 3,58%. Ef miðað er við skattgreiðanda með 6 milljónir í árstekjur; 500 þúsund á mánuði, þá lækkar útsvarið hans um 30 þúsund krónur á ári eða 2.500 krónur á mánuði. Skattgreiðandi með 4,8 milljónir í árstekjur; 400 þúsund krónur á mánuði, hjá honum lækkar útsvarið um 24 þúsund krónur á ári eða 2 þúsund krónur á mánuði. Og skattgreiðandi með 3.6 milljónir á ári; 300 þúsund krónur á mánuði, lækkar útsvar hans um 18 þúsund krónur á ári eða 1500 krónur á mánuði. Sá skattgreiðandi í Eyjum sem hefur 2.4 milljónir í árstekjur; 200 þúsund krónur á mánuði; hjá honum lækkar útsvarið um 12 þúsund krónur á ári eða 1000 krónur á mánuði.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst