Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja minnist þess á heimasíðu sinni í dag að 32 ár eru síðan Helliseyjarslysið varð.
Í dag eru 32 frá hinu hroðalega Helliseyjarslysi. �?að var að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984 um kl. 23.00 að Heillisey VE 503 sökk hér fyrir austan Heimaey. �?etta slys kostaði 4 unga menn lífið en sá fimmti, Guðlaugur Friðþórsson vann það ótrúlega afrek að bjarga sér á sundi í 5 �?? 6 tíma í ísköldum vetrarsjónum.
Sjóslys hafa ætíð verið fylgifiskur búsetu í Vestmannaeyjum og annarra sjávarþorpa hér við land. Í gegnum tíðina hefur nánast hver einasta fjölskylda í Vestmannaeyjum verið rúnum rist vegna slíkra hörmunga. �?annig átti amma til dæmis 5 bræður, fjórir þeirra drukknuðu hér við Vestmannaeyjar. �?g hef oft hugsað til þess hvernig það hafi verið fyrir Tóta frænda að lifa einn eftir af þeim bræðrum.
Enhver mesta þrekraun sem samfélagið í Eyjum hefur gengið í gegnum hvað þetta varðar er sennilga �??�?tilegan mikla�?? eins og áhlaupið 25. og 26. febrúar 1869 var kallað. �?á skall skyndilega á óveður hið versta þegar öll skip voru farin á sjó. Aðeins tvö þeirra náðu landi áður en veðurhamurinn náði hámarki. 218 sjómenn eða 42% allra íbúa í Vestmannaeyjum lágu þá í meira en sólarhring á 15 skipum einhverstaðar úti í sortanum í frosti og snjókomu. Í landi biðu feður, mæður, eiginkonur og börn í algerri óvissu um hvort að ástvinir þeirra ættu endurkvæmt. �?rjú skip fórust á þessum klukkutímum og 18 menn drukknuðu eða króknuðu. Ekki þarf mikla innsýn í sálarlíf til að átta sig á hverslags áhrif þetta hefur haft á sjómennina, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt.
�?að hefur mikið áunnist í öryggismálum sjómanna á stuttum tíma. Áfram vinna þeir þó hættulegustu störf á landinu. Á sínum tíma vann ég mastersrannsókn í sálfræði þar sem sjómenn og fjölskyldur þeirra voru viðfangsefnið. Vinkillinn sem ég ákvað að nota í ritgerðina útskýrist af nafni hennar en hún hét �??Maternal stress in Icelandic fisherman’s families�?? eða �??Mæðrastreita í íslenskum sjómannsfjölskyldum�??. Áður sem eftir þá vinnu hef ég borið mikla virðingu fyrir bæði sjómönnum og eiginkonum þeirra.
�?ótt tíðin sé blessunarlega önnur bæði hvað varðar öryggi og annan aðbúnað sjómanna þá er ástæða til að minna sjálfan sig á að hlýjan og öryggið sem maður sjálfur nýtur í vinnunni er ekki sjálfgefin. Ekki frekar en þau forréttindi að hitta börnin sín í hádeginu og geta spurt á hverju kvöldi �??Ertu búin að læra�??.