Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Hvítingaveg 7-13 og Skólaveg 21c á breyttu deiliskipulagssvæði miðbæjar, Hvítingavegur og Skólavegur. Um er að ræða 4 lóðir fyrir einbýlishús við Hvítingaveg og eina fyrir tvíbýli sunnan við Alþýðuhúsið.
Lóðirnar við Hvítingaveg eru 272 m2 að stærð og byggingarmagn 150-220m2. Byggingarnar geta verið 1 hæð og kjallari eða 2 hæðir og kjallari.
Lóðin við Skólaveg er 376 m2 og byggingarmagn 120-220 m2. Gert er ráð fyrir allt 2 hæðum og risi. Fjöldi íbúða 1-2.
Eftirfarandi verð er sett á lóðirnar:
Einungis er um að ræða byggingarétt. Önnur gjöld eins og tengigjöld, gatnagerðargjöld, eftirlitsgjöld, eða annað sem almennt fellur til við úthlutun lóða og byggingarleyfis, eru ekki innifalin í tillögunum.
Allar nánari upplýsingar á vef Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst