Ef við berum saman Vestmannaeyjar árið 2008 og 2021 þá erum við í mun betri stöðu til að fá til okkar barnafjölskyldur en áður. Hér er næga atvinnu að hafa, ný tækni hefur skapað landsbyggðinni ný tækifæri til sóknar varðandi fjarvinnu og fjarfundi. Þetta breytir stöðu landsbyggðarinnar.
Sparað 200.000 kr. á mánuði
Hér getum við boðið fríar lóðir, húsakostur er ódýrari og afborganir geta verið um 200.000 kr. minni á mánuði fyrir húsnæðislán af einbýlishúsi í Eyjum miðað við í Reykjavík. Það er því enn betri hugmynd að flytja til Eyja en áður. Meiri tími með fjölskyldunni og aukið fjármagn sem situr eftir um hver mánaðarmót.
Íbúum fækkaði frá 1991 til 2008
Eftir að hafa náð 4933 íbúum með lögheimili í Vestmannaeyjum 1. janúar 1991, sem er það mesta eftir gos (1971 var 5231 íbúi), fækkaði íbúum Eyjanna jafnt og þétt alveg til ársins 2008 og voru þá 4055.
Íbúum fjölgað frá 2008 til 2021
Síðan þá hefur þróunin snúist við og íbúum smá saman fjölgað og í október 2021 voru 4.408 íbúar skráðir með lögheimili í Vestmannaeyjum. Vonandi náum við jafnmiklum vexti og önnur sveitarfélög á Suðurlandi líkt og Ölfus, Árborg og Hveragerði sem eru í miklum vexti þessa dagana. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Meðfylgjandi er tafla sem sýnir fjölda íbúa í einstaka sveitarfélögum á Suðurlandi frá árinu 2018 til 1.jan 2021.
Heimild: Þjóðskrá www.skra.is
Munurinn á Vestmannaeyjum 2008 og 2021
Til gamans eru hér nokkrir punktar um samfélagið okkar. Þetta er alls ekki tæmandi listi og fyrst og fremst sett fram til gamans.
Vestmannaeyjar 2008
Vestmannaeyjar 2021
Það er of freistandi að horfa ekki aðeins inn í framtíðina, þó að óráðin sé, þá er hollt að velta henni fyrir sér annað slagið. Náttúrufegurð og nálægðin við sjóinn verður sífellt dýrmætari og metin betur að verðleikum í sífellt hraðari heimi, þar sem fólk sækist meira í nálægð við náttúruna með tilkomu aukinnar tækni og valfrelsis við búsetu.
Framtíðin
Samgöngur
Heilbrigðismál
Menntun og fjölskyldan
Atvinnulífið og nýsköpun
Veldu Vestmannaeyjar
Eyjarnar skora hátt í þessum flokkum
Þegar betur er að gáð sést að við höfum sem samfélag vaxið jafnt og þétt síðan árið 2008. Nú er hins vegar tækifæri fyrir nýtt vaxtarskeið. Til þess að svo verði verðum við að ná unga fólkinu til okkar sem byggir ofan á það sem við höfum. Ungt fólk í dag er í þeirri einstöku stöðu að getað valið sér búsetu eftir kröfum til lífsgæða. Áður var atvinna krafa númer eitt og svo kom annað. Nú eru þættir eins og: þjónusta, menning, gæði menntunar, nálægð við náttúru, samgöngur, tími með fjölskyldu og húsnæði að vega hærra en áður. Eyjarnar eru að skora hátt í þessum flokkum og við þurfum að notfæra okkur þá stöðu. Veldu Vestmannaeyjar.
Trausti Hjaltason
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst