Ríkiskaup auglýstu um miðjan október, eftir leiguhúsnæði í Eyjum undir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, en verslunin hefur verið til húsa í Hvíta húsinu, en þarf nú að rýma það. 5 tilboð bárust.
Kaupás bauð 240 fermetra húsnæði að Goðahrauni 1. Leiguverð; 1.290 kr. á fermetra.
Anna ehf. bauð 326 fermetra húsnæði að Flötum 29. Leiguverð kr. 843.55 á fermetra (275 þús. á mánuði).
Reglubraut ehf. bauð húnæði í Baldurshaga. Ýmsir möguleikar á stærð. Leiguverð kr. 1.770 á fermetra.