6.000 tonn af makríl komin í hús

„Makrílvertíðin hefur verið sveiflukennd en í heildina tekið gengur hún samkvæmt áætlun. Við höfum tekið við um 6.000 tonnum til vinnslu frá og með fyrstu löndun 12. júní,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.
„Vertíð byrjaði vel, svo kom kafli þar sem veiði var dræm en meiri kraftur færðist í þær undanfarna tvo sólarhring. Landað var úr Huginn í gær (mánudag), í dag er landað úr Kap og Ísleifur bíður löndunar.“

Huginn hélt til veiða á nýjan leik seint í gærkvöldi og var nú síðdegis suður af Vestmannaeyjum.
„Við fengum 90 tonn í holli í nótt en eftir það hefur verið rólegt,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri. Hér er blíðuveður og það teljast kjörstæður til að ná makrílnum.“

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.