Höggin látin dynja á landsbyggðinni
13. júlí, 2025
Kyrrð í Friðarhöfn. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum spennti bogann hátt þegar ákveðið var að kaupa útgerð Þórunnar Sveinsdóttur VE og fiskverkun Leo Seafood og tryggja með því að störf og kvóti héldust í Eyjum. Nú er svo komið að Þórunn er til sölu og störf 29 sjómanna í hættu. Er þetta tilgangurinn?

Í ljósi síðustu viðburða í stjórnmálum ætla ég að birta grein sem ég skrifaði í Bæjarlífið í Morgunblaðinu í apríl sl. Allt snerist um tímann sem umræða um hækkun veiðigjalda tók á Alþingi, fréttalið RÚV með skeiðklukku í hendi en aldrei rætt um efnisatriði. Þó forsætisráðherra hafi andstyggð á einhverjum fjórum eða fimm fjölskyldum úti á landi er málið miklu stærra en meira um það síðar.

Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum

Að ala upp börn úti á landi hefur ýmsa kosti og er á margan hátt einfaldara heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Það er eðlilegt að þau leiti sér menntunar utan heimahaganna þegar þau vaxa úr grasi en vonin er alltaf að þau snúi til baka. Sem betur fer hefur þeim fjölgað sem það gera og á það við staði um allt land.

Kemur margt til, m.a. að mörg störf eru ekki háð staðsetningu sem margir hafa nýtt sér. Fjölbreyttari störf í sjávarútvegi hafa líka haft sitt að segja og mikil gróska í laxeldi í sjó sem hefur hleypti lífi í minni staði fyrir austan og vestan. Í dag horfa menn til landeldis á laxi og er Laxey í Vestmannaeyjum gott dæmi um það.

Ekki má gleyma ferðaþjónustunni sem er undirstaða vaxtar í sveitarfélögum sem sum hver áttu sér  litla framtíð fyrir aðeins örfáum árum. Augljóst dæmi um það er Vík í Mýrdal sem hefur tekið stökk fram á við á ótrúlega skömmum tíma.

Allt er þetta gott og blessað nema að skuggi ríkisstjórnar Kristrúnar og hinna valkyrjanna, sem mættar eru til að velja lifendur og dauða sjá sér leik á borði. Hækka skatta á og búa til nýja sem bitna mest á atvinnugreinum sem eru undirstaða velferðar úti á landi.

Tvöföldun veiðigjalds er ein leiðin og þær stöllur kunna að orða hlutina. Leiðrétting skal skattahækkunin heita sem er 80% landsbyggðarskattur. Fólki talin trú um að engu skipti þó tíu milljarðar séu teknir út úr greininni í viðbót við aðra skattheimtu. Fáránleg fullyrðing í besta falli.

Þetta eru hamfarir af mannavöldum en við þetta bætist loðnubrestur annað árið í röð og ófyrirséð tollastríð. Reyndar heyrði ég sjávarútvegsráðherra segja að loðnan skipti engu. Til fróðleiks er rétt að nefna að góð loðnuvertíð gefur 30 milljarða í útflutningstekjur og þar er hlutur Vestmannaeyja 10 milljarðar.

Samtals 20 milljarða króna sem vantar í hagkerfi í tæplega 5000 manna bæjarfélags á árunum 2024 og 2025. Munar um minna fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, sjómenn, fiskverkafólk og bæjarsjóð auk þess að hafa áhrif á allt bæjarfélagið. Ef þessi tala er yfirfærð á Reykjavík erum við að tala um tæplega 600 milljarða.

Þarna nýtir ríkisstjórnin sér þá andúð og allt að því hatur á sjávarútvegi sem áhrifamikil öfl í þjóðfélaginu hafa náð að koma inn hjá stórum hluta þjóðarinnar. Það er líka sláandi hvað þjóðin veit lítið um sjávarútveg og greinar sem honum tengjast bæði beint og óbeint. Morgunblaðið og Fiskifréttir eru einu fjölmiðlarnir sem fjalla um sjávarútveg að nokkru marki og fá bágt fyrir. Það var því eðlilegt að um mann fór hrollur þegar ein af drottningum RÚV gerði tilraun til að lýsa sjávarútvegi í einum fréttatímanum. Því miður er stofnunin búin að stimpla sig út í umræðu um útgerð og fiskvinnslu.

Eðlilega hefur tvöföldun veiðigjalds vakið mikla athygli og þar tekst að kljúfa þjóðina í herðar niður. Megin þemað er að fiskurinn í sjónum sé eign þjóðarinnar og hún eigi rétt á hressilegri rentu af auðlindinni. Annað sem dregið er upp úr hattinum er samþjöppun í greininni og kvótakerfinu kennt um. M.a. er  sagan um Gugguna dregin fram en þó aldrei nema hálfsögð sem er háttur óvandaðra.

Alveg gleymist að minnast á hagræðingu í sjávarútvegi sem fækkar störfum eins og í öðrum greinum. Stærri og öruggari skip sem koma með betra hráefni að landi fyrir hátæknilegar vinnslustöðvar þar sem mikil verðmætaaukning skilar sér til sjómanna, fólks í fiskvinnslu, útgerðar, sveitarfélaga og landsins alls. Með miklum fjárfestingum hefur sjávarútvegurinn margfaldað virði auðlindarinnar og aukið skattspor greinarinnar um leið.

Við þekkjum sveiflurnar í loðnunni og höfum náð að aðlagast þeim. Það léttist brúnin á fólki þegar loðna veiðist og samfélagið allt nýtur góðs af. Þegar enginn er kvótinn bíta menn á jaxlinn en gangurinn er hægari og nær það til allra þátta samfélagsins.

Minna er að gera hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveg, færri hendur þarf í netagerðir, vélaverkstæði og fleiri sem eiga allt sitt undir því að vel gangi á sjónum. Þetta bitnar líka á íþróttastarfsemi og öðru sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja. Já, ekkert kemur í staðinn fyrir loðnuna.

Og áfram skal haldið. Fyrir einhverjum árum var tekin upp samsköttun hjóna í nafni jafnréttis kynjanna. Nú er tekin U-beygja og aftur í nafni jafnréttis. Ekki verra að á spýtunni hanga tveir og hálfur milljarður króna sem renna í ríkissjóð. Enn ein dulbúin skattahækkunin og réttlætt með því að hún bitni helst á karlmönnum á besta aldri.

Þetta er enn einn skellurinn fyrir sjávarbyggðirnar þar sem fólk, mest sjómenn hafa miklar tekjur á stuttum tíma og hafa fram til þessa geta nýtt skattkort konunnar. Ég er ekki sérfræðingur í skattamálum en þegar Vilhjálmur Birgisson á Skaganum segir þetta enga smámuni trúi ég honum. „Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu á samfélagsmiðlum.

Af öðrum þáttum sem vert er að veita athygli er fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026 til 2030 sem gerir ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Hvaða skólar liggja best við höggi? Litlir skólar úti á landi? Gæti verið.

Dagur B. Eggertsson, af öllum mönnum,  sendir útgerðarmönnum tóninn í blaðagrein fyrir nokkru. Þar buldi hátt í tómri tunnu og þykir mér meira mark takandi á Ragnari Árnasyni, fyrrum prófesor þegar hann segir að aukin skattheimta á grunnatvinnuvegina, sama hvaða nafni hún er kölluð, dragi úr umsvifum þeirra og minnki þjóðartekjur og hagvöxt.

Segir Ragnar hlutverk ríkisstjórna að bæta lífskjör landsmanna og væri nær draga úr óðnauðsynlegum ríkisútgjöldum. Þar sé vissulega af nægum útgjaldaliðum að taka sem lítt eða ekki nýtast fyrir íslenska ríkisborgara.

Ekki ætla ég að  halda því fram að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé gallalaust en við erum í fremstu röð í heiminum í sjávarútvegi. Vestmannaeyjar og fleiri bæir hafa risið úr öskustónni með öflugri sjávarútvegsfyrirtækjum. Þar nýtum við sameiginlega auðlind sem á að skattleggja í drep. En auðlindirnar eru fleiri og situr Reykjavík á einni gullgæsinni, heita vatninu sem tryggir íbúunum heitt vatn á hagstæðu verði. Eitthvað sem valkyrjurnar ættu að skoða í leit sinni að auðlindagjöldum.

Annars er allt gott að frétta frá Vestmannaeyjum sem má m.a. þakka Binna í Vinnslustöðinni og Guðbjörgu í Ísfélaginu og þeirra fólki. Ekki má gleyma fjölskyldu Sigurjóns Óskarssonar sem seldi útgerð sína innanbæjar og sneri sér að laxeldi. Samstaða í bæjarstjórn hjálpar til. Leikfélagið í miklu blóma og bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta komust í úrslitakeppnina.  Vonandi gengur okkur svo vel í fótboltanum í sumar.

Fram undan eru hátíðar um næstum hverja helgi og fyrir áhugasama um menntamál, gátu yfir 90% nemenda, stelpur og strákar í fjórða bekk  Grunnskóla Vestmannaeyja lesið sér til gagns síðasta vor. Um þetta þurfum við að standa vörð og leiðbeina lítt reyndu stjórnmálafólki um hvað er þjóðinni og okkur er fyrir bestu.

Höfundur er ritstjóri Eyjafrétta sem eru að mestu í eigu Ísfélags og Vinnslustöðvar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.