Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku lágu fyrir upplýsingar frá yfirfélagsráðgjafa um fjölda barnaverndarmála árið 2017. Alls komu 86 mál til vinnslu árið 2017 og var 60 af þeim málum lokað á árinu. �?á segir að á síðasta ári hafi borist samtals 235 tilkynningar til barnaverndarnefndar samanborið við 260 árið 2016.
Í janúar í ár bárust 26 tilkynningar vegna 21 barns. Mál 15 barna voru til frekari meðferðar. 12 tilkynningar bárust frá lögreglu, 4 frá grunnskóla, 4 frá foreldrum barns, 4 frá öðrum, 1 frá barninu sjálfu og 1 frá ættingjum barns öðrum en foreldrum, segir í fundargerð fjölskyldu og tómstundaráðs.