Níundi flokkur ÍBV í körfubolta gerði góða ferð til Mekka körfuboltans, Reykjanesbæ, nánar tiltekið til Njarðvíkur. Þar léku strákarnir í fyrsta sinn í A-riðli Íslandsmótsins, fyrsti flokkur ÍBV sem gerir það en fimm lið voru í riðlinum. Eyjapeyjar sýndu það að árangur þeirra er engin slembilukka en ÍBV endaði í þriðja sæti og hélt þar með sæti sínu í A-riðli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst