Sex aðilar sem tippa hjá Hjalta Kristjánssyni, getraunastjóra og þjálfara KFS duttu heldur betur í lukkupottinn um helgina. Seðill sem þeir sameinuðust um reyndist vera með 13 rétta en aðeins tveir seðlar á landinu náðu því. Vinningurinn var tæpar 9 milljónir en það var Hjalti sjálfur sem tippaði fyrir hópinn.