Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ungverjalandi í undankeppni HM 2023. Leikurinn hefst kl. 16:00 að Ásvöllum og er frítt inn í boði Icelandair, leikurinn er í beinni útseningu á RÚV og hefst upphitun á HM stofunni 15:40.
Í hópnum eru tvær af bikar- og deildarmeisturum ÍBV, þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna Jónsdóttir. Auk þeirra eiga Eyjamenn tvo fulltrúa, Díönu Dögg Magnúsdóttur, BSV Sachsen Zwickau og Söndru Erlingsdóttur, Metzingen. Allar flottir leikmenn sem eiga eftir að setja mark sitt á leikinn.
Lið Íslands í dag er þannig skipað:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (41/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (42/2)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (37/58)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (36/40)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (92/103)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (39/74)
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (9/2)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (6/2)
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (30/45)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (113/243)
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (18/75)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (44/50)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (73/55)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (60/104)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (30/16)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (119/348)
Utan hóps í dag eru:
Margrét Einarsdóttir, Haukar (1/0)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (5/7)
Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (1/0)
Mynd – Deildarmeistarar ÍBV fagna sínum öðrum titli á leiktíðinni.
Mynd: Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst