Húsnæðis og mannvirkja stofnun kynnti fasteignamat ársins 2024 á fundi miðvikudaginn 31. maí síðastliðinn.
Fram kemur á vísir.is að á fundinum var farið yfir verðþróun á markaði, framboð og húsnæðisþörf. Í kynningunni kom fram að fasteignamati er ætlað að gefa mynd af markaðsvirði fasteigna. Því er ætlað að endurspegla breytingar á verðþróun síðasta árs og hækkar verðmat íbúðarhúsnæðis að meðaltali um 13,7% á landinu. Hækkanir eru heldur meiri á landsbyggðinni en þar hægði seinna á hækkun á markaðsverði en á höfuðborgarsvæðinu. Af öðrum stærri bæjum á landsbyggðinni má nefna að fasteignamat íbúða hækkar um 22,2 prósent í Vestmannaeyjum, 22 í Grindavík, 20,8 í Fjarðabyggð, 19,2 í Borgarbyggð, 17,5 í Reykjanesbæ, 17 á Akranesi, 16,7 í Skagafirði, 16,6 á Akureyri, 16,3 á Ísafirði, 9 í Árborg, 8,5 í Hveragerði og 3,3 á Stykkishólmi. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar ívið minna, en gera má ráð fyrir að hækkandi vextir hafi haft meiri áhrif á verð þess, jafnframt því sem uppbygging hefur verið betur í samræmi við þörf.
Helstu niðurstöður fundarins:
Lesa má nánar um fundinn hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst