Súper vertíðarfiskur

Eyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE héldu til veiða sl. miðvikudag og komu bæði til hafnar með fullfermi á föstudag. Afli skipanna var mest þorskur og síðan nokkuð af ýsu. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að það hafi verið mokveiði. “Við vorum á Ingólfshöfða og tókum síðan eins sköfu á Víkinni. Þarna fékkst fallegur vertíðarfiskur, 7 kg. og stærri. Það er slæm ölduspá framundan og því er ekki ákveðið hvenær farið verður út á ný,” segir Birgir Þór í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að þeir hafi veitt á Ingólfshöfða og síðan klárað á Víkinni. “Þetta var hörkutúr, alveg þrælfínn. Og fiskurinn sem fékkst var súper vertíðarfiskur, fullur af lifur og gotu. Veðrið í heimsiglingunni var ekki sérstaklega skemmtilegt en það er ekkert nýtt,” segir Jón.

Nýjustu fréttir

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.