Allt undir í dag
Sunna Jónsdóttir

Það verður sannkallaður STÓR-leikur í dag klukkan 14:00, þegar kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn. Þessi lið sitja í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar, eru að berjast um deildarmeistaratitilinn og þessi leikur skiptir sköpum í þeirri baráttu!
“Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á laugardaginn og hvetja stelpurnar okkar til sigurs í þessum ákaflega mikilvæga leik!
Í hálfleik verða nokkrir krakkar valdir úr stúkunni sem taka þátt í svokallaða sláarkeppni. Þeir sem hitta í slána fá gjafabréf fyrir bragðaref frá Tvistinum.
Sömuleiðis fá allir krakkar glaðning frá Heildverslun Karls Kristmanns í hálfleik. Mætum í hvítu, látum vel í okkur heyra í stúkunni og sköpum alvöru Eyja-stemningu!,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Nýjustu fréttir

Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.