Eyjafréttir koma út í dag – Fjölbreytt að vanda

Fimmta tölublaði Eyjafrétta verður dreift í dag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Addi í London á forsíðumyndina sem minnir okkur á að nú stendur loðnuvertíð sem hæst. Inni í blaðinu er skemmtileg myndasyrpa úr loðnunni og þar koma eðlilega margir við sögu.

Annað efni er nýja fyrirtækið hennar Fríðu Hrannar. Innsýni gefin í öflugt starf í Landakirkju sem er að að ná vopnuum sínum á ný eftir kófið. Ítarlegt viðtal við Hallgrím Steinsson um þá miklu framkvæmd sem laxeldið er. Framhaldsskólinn, stofnun ársins 2022 leggur sitt af mörkum til að anna eftirspurn eftir fleira iðn- og vélmenntuðu fólki.

Þekkingarsetrið er að festa sig í sessi sem ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Er því gerð skil í spjalli við Hörð Baldvinsson framkvæmdastjóra. Stöðu rafmagnsmála í Vestmannaeyjum eru gerð góð skil í blaðinu. Og hvar er betra að búa en í Vestmannaeyjum? Þóra Hrönn hélt upp á stórafmæli í Gambíu þar sem taktur mannlífsins er annar en við eigum að venjast. Stórskemmtilegt viðtal.

Hjá ÍBV er handboltinn í eldlínunni, bæði karlar og konur í toppbaráttu í deildinni og konurnar á leið í bikarúrslitin. Rætt við Hrafnhildi Hönnu og Sunnu sem eru fremstar meðal jafningja og stefna hátt á lokasprettinum.

Nýjustu fréttir

Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.