Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar.
Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst