Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki


Í upphaflegum ályktunardrögum var málsgrein þar sem sagði, að endurbyggður Reykjavíkurflugvöllur og samgöngumiðstöð styrki einnig miðborg Reykjavíkur með auknu millilandaflugi einkaþotna og smærri flugvéla. �?essi málsgrein var tekin út í vinnu starfshóps og er ekki í endanlegri ályktun.
Talsverðar umræður urðu um málið. Halldór Jónsson hvatti m.a. til þess að flugvöllurinn yrði áfram á núverandi stað. Sagðist hann ekki telja Hólmsheiði heppilegt flugvallarsvæði og lagði þess í stað til, að þar yrði byggt upp háskólasvæði fyrir Háskólann í Reykjavík.
Aðrir fögnuðu niðurstöðu óbirtrar skýrslu, sem verið hefur í fréttum undanfarið, að flugvöllur á Hólmsheiði sé heppilegasti kosturinn.
Ýmsir urðu til að benda á, að í ályktuninni væri ekki talað nákvæmlega um hvar í Reykjavík flugvöllurinn skuli vera og hún bindi því ekki hendur flokksforustunnar og frambjóðenda.

Kaflinn um flugmál í samgönguályktuninni er eftirfarandi:

Aukin notkun á farþegaflugi ásamt útboði á flugþjónustu til jaðarbyggða hefur skapað tryggari rekstrargrundvöll fyrir innanlandsflug. Landsfundur hvetur til áframhaldandi stuðnings á flugleiðum til jaðarbyggða, þó þannig að hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er í Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar m.a. samkeppni í innanlandsflugi. Landsfundur hvetur til þess að björgunarþyrlur landsmanna verði staðsettar víðar en á suðvesturhluta landsins.

Landsfundur hvetur til áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu fyrir millilandaflug á Keflavíkurflugvelli og að hraðað verði uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli enda er öflugt millilandaflug styrkleiki fyrir stöðu Íslands í alþjóðavæðingunni. �?á skal einnig horft til þess að rýmka heimildir stærri flugvalla til að taka á móti loftförum erlendis frá. Tekið er undir áform um að færa rekstur Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis. Lögð er áhersla á að bæta enn frekar rekstrarumhverfi íslenskra flugfélaga þannig að þau geti áfram dafnað í alþjóðlegri samkeppni.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.