Hitt vandamálið, bág kjör bótaþega, eru miklu alvarlegra vandamál og þarfnast úrlausna. En fyrst þarf að leysa hitt, – að hækka lægstu laun. Harðir markaðsmenn yppta hér öxlum og segja að þetta sé markaðarins að gera, ekki hins opinbera. Verkalýðsforingjar virðast margir sofnaðir og þeir virkustu eru gjarnan fulltrúar hálaunastétta. Málið er engu að síður pólitískt vandamál sem líður fyrir að vaxandi hluti láglaunafólks í landinu er af erlendu bergi brotinn og hagsmunagæslu þess fólks er ábótavant.
Stjórnvöld koma að kjarasamningum og geta í þessu beitt sér, bæði með hækkun skattleysismarka og ef ekki vill betur, lögbindingu lágmarkslauna.
Lægstu taxtar nema nú um 690 krónum á tímann og því innan við 120 þúsundum á mánuði. �?að má öllum vera ljóst að slík laun eru langt innan við framfærslukostnað.
Bætur, hvort sem er til öryrkja eða ellilífeyrisþega, er ekki hægt að hækka upp fyrir lægstu laun og það er þegar varasamt hversu bilið hér í milli er stutt.
Undirritaður heitir því að beita sér á þessum vettvangi í pólitískri baráttu næstu ára.
Bjarni Harðarson.
Höfundur skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst