Lóðsinn í Vestmannaeyjum er langtum minna skip en fyrirhuguð Bakkaferja. Bakkaferjan verður væntanlega 60 metrar að lengd og 15 metrar á breidd en lóðsbáturinn er einungis um 25 metrar á lengd og 7 metrar á breidd. Stöðugleikaorka Bakkaferjunnar yrði fimmfalt meiri en stöðugleikaorka Lóðsbátsins sem þýðir með öðrum orðum að það þarf ríflega tvöfalt hærra brot til að velta Bakkaferju en Lóðsi. Fríborð Lóðsins er um einn metri en á væntanlegri Bakkaferju líklega um fjórir metrar. Myndirnar eru teknar þegar Lóðsinn fór að Bakkafjöru í 3,1 metra ölduhæð. Vegna stærðarmunar á skipunum væri sambærileg ölduhæð fyrir Bakkaferju um 7 metrar! Slík alda kemur einungis með nokkurra ára millibili.
�?að hljóta að vakna spurningar um dómgreind manna þegar látið er í veðri vaka að raunhæft sé að álykta um siglingu áformaðrar Bakkaferju út frá siglingu Lóðsins sem er svo miklu minna skip og því alls ósambærilegt við ferjuna.
Í forsendum Siglingastofnunnar er miðað við að ferjan fari ekki inn í ferjuhöfnina í meiri ölduhæð en 4 metrum.Sömu mörk fyrir Lóðsinn þýða innan við 2 metra ölduhæð. Með því að sigla Lóðsinum að Bakkafjöru í 3,1 m ölduhæð hefur verið sýnt fram á að það er raunhæft að sigla Bakkaferju að ferjuhöfninni í allt að 7 metra ölduhæð.
�?etta þýðir að viðmiðunargildin um 3,5-4 m ölduhæð, sem sett hafa verið sem takmörk fyrir öruggri siglingu Bakkaferju að Bakkfjöru, eru líklega of varfærin og íhaldssöm. Ferð Lóðsbátsins að Bakkafjöru, sem lýst er í greininni á vefsíðu Eyjafrétta, hefur sýnt fram á að höfn á Bakkafjöru er raunhæfari kostur en áður hefur verið talið. Frátafir verða enn minni en ætlað var. �?ví ber að fagna.
Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingastofnunar Íslands
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst