Það verður ekki annað sagt en að það hafi verið dramatík af bestu gerð þegar leik ÍBV og Stjörnunnar lauk í dag í N1 deild karla. Eyjamenn komu Garðbæingum í opna skjöldu og voru yfir allan leikinn, 17:15 í hálfleik. Þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir var hins vegar jafnt, 33:33 en þá kórónaði Sergey Trotsenko stórleik sinn með því að negla boltanum inn, skora sitt fimmtánda mark og tryggja ÍBV um leið óvæntan en fyllilega verðskuldaðan sigur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst