Úgandamaðurinn Andrew Mwesigwa mun ekki spila með ÍBV næsta mánuðinn eða svo þar sem hann er að fara að leika í undankeppni HM 2010 með landsliði sínu. Úganda tekur á móti Níger í dag og síðan er leikið á viku fresti í undankeppninni á næstunni. Um næstu helgi leikur Úganda gegn Benín, 14. júní fær liðið Angóla í heimsókn og viku síðar ferðast leikmenn Úganda til Angóla og leika þar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst