Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út seint í gærkvöldi en kveikt hafði verið í nokkrum tjöldum í Herjólfsdal. Enn voru nokkur hundruð Þjóðhátíðargestir í Dalnum en nokkrir þeirra léku sér að því að finna yfirgefin tjöld og kasta þeim á bálið. Lögregla hafði afskipti af nokkrum þeirra og fengu tveir að gista fangageymslu í nótt vegna óláta. Fjölmargir flúðu dalinn enda lá reykjamökkurinn yfir í Herjólfsdal í góða veðrinu í nótt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst