Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikill erill hjá lögreglu þessa fyrstu viku eftir Þjóðhátíð, enda hefð fyrir því hér í bæ að fólk taki sér sumarfrí í ágúst. Lögreglan hefur þó haft nóg að gera við að svara fyrirspurnum gesta Þjóðhátíðar sem hringt hafa á lögreglustöðina til að kanna með ýmsa muni sem það tapaði á meðan á dvöl þeirra stóð í Eyjum. Hins vegar eru óskilamunir með minnsta móti þetta árið, hver sem skýringin er á því.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst