Kvennalið ÍBV gerði í kvöld 1:1 jafntefli gegn Þrótti í sínum síðasta leik. Þórhildur Ólafsdóttir jafnaði metin eftir að Þróttarar höfðu komist yfir strax á 3. mínútu en leikurinn fór fram á Valbjarnavelli í Laugardal. Þar með er endanlega ljóst að ÍBV kemst ekki í úrslitakeppni 1. deildar og á þar með ekki möguleika á að komast í efstu deild.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst