Lögreglan á Selfossi lauk í gær rannsókn á rangri andlátsfrétt sem fangi á Litla-Hrauni fékk birta um sprelllifandi samfanga sinn í Morgunblaðinu. Óvíst er hvort fanginn verði ákærður.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir ekki mikið hafa komið út úr rannsókninni. Ekki hafi auglýsingin orðið fanganum að féþúfu, enda enginn lagt inn á reikning sem getið var í auglýsingunni. Skoðað verður hvort ákært verði fyrir tilraun til fjársvika, eða hvort litið verði á málið sem ósmekklegt grín og það látið niður falla
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst